Gagnsemi skiptináms
Skiptinemum farnast betur á vinnumarkaði
Yfir þrjár milljónir stúdenta í Evrópu hafa notið góðs af Erasmus áætluninni frá 1987. Framkvæmdastjórn ESB hefur birt niðurstöður nýrrar skýrslu um áhrif Erasmus skiptináms (e. The Erasmus Impact Study). Í skýrslunni kemur m.a. fram að einstaklingum sem hafa farið í skiptinám farnast betur á vinnumarkaði, þeir búa einnig yfir færni sem er eftirsótt af atvinnurekendum og fimm árum eftir útskrift er atvinnuleysi þeirra 23% lægra en annarra. Könnun var lögð fyrir 75.000 stúdenta í 34 ríkjum. Þá var einnig safnað upplýsingum frá 5.000 starfsmönnum háskóla, 1000 háskólum og 650 atvinnurekendum.
Sjá: http://ec.europa.eu/education/library/study/2014/erasmus-impact_en.pdf
Mynd: Sigurður Ólafsson/norden.org