Hoppa yfir valmynd
17. október 2014 Utanríkisráðuneytið

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifar 29 nemendur 

Útskrift Jarðhitaskóli

Í dag útskrifuðust 29 nemendur úr Jarðhitaskóla HSÞ á Íslandi, 9 konur og 20 karlar. Er þetta í 36. sinn sem skólinn útskrifar nemendur úr sex mánaða þjálfun á Íslandi, en skólinn hóf starfsemi árið 1979. 

Frá upphafi hafa 583 nemendur frá 58 löndum útskrifast úr skólanum, en auk þess stendur skólinn fyrir styttri námskeiðum í þróunarlöndum þar sem fleiri sérfræðingum gefst tækifæri á þjálfun. 

Við útskriftina flutti Hermann Örn Ingólfsson, skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu ávarp. Í því lagði hann ríka áherslu á mikilvægi jarðhitanýtingar, ekki aðeins fyrir framfarir og betri lífskjör í þróunarlöndum, heldur einnig sem mikilvægan þátt í að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. 

Þá greindi hann frá þeirri áherslu sem íslensk stjórnvöld hafa lagt á endurnýjanlega orku þegar kemur að sjálfbærri þróun, en nýting jarðhita er m.a. einn af þeim fjórum málaflokkum sem lögð er áhersla á þegar kemur að mótun nýrra þróunarmarkmiða. Þá fór hann yfir verkefni Íslands og Alþjóðabankans á sviði jarðhitavæðingar í Austur Afríku, en Þróunarsamvinnustofnun Íslands er framkvæmdaaðili fyrsta hluta þess verkefnis. 

Á Íslandi starfa fjórir skólar undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Auk Landgræðsluskólans er þaðJarðhitaskóli HSÞ, Sjávarútvegsskóli HSÞ og Jafnréttisskóli HSÞ. Skólarnir fjórir eru hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. 

Ávarp Hermanns Arnar Ingólfssonar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta