Hoppa yfir valmynd
17. október 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Norrænt samstarf í heilbrigðismálum verði eflt

Ráðherrar heilbrigðis- og félagsmála
Ráðherrar heilbrigðis- og félagsmála -/Ljósmynd: Lars Lauritzen

Heilbrigðis- og félagsmálaráðherrar Norðurlandanna undirrituðu á fundi sínum í Kaupmannahöfn í gær yfirlýsingu um framtíðarsamstarf þjóðanna á sviði heilbrigðismála og vilja til þess að efla það á ýmsum sviðum.

Á fundi ráðherranna var fjallað um skýrslu sem Bo Könberg, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, var falið að skrifa um tækifæri norræns samstarfs í heilbrigðismálum. Í yfirlýsingu ráðherranna segir meðal annars: „Við erum sannfærð um mikilvægi þess að þróa og efla norrænt samstarf um heilbrigðismál og teljum margar tillögurnar afar áhugaverðar. Við Norðurlandabúar stöndum frammi fyrir ýmsum svipuðum áskorunum í heilbrigðismálum – varðandi heilsufar almennings en einnig framþróun heilbrigðiskerfa landanna.“

Ráðherrarnir samþykktu enn fremur á fundi sínum í gær að fela framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar að kanna hvort samhæfa megi aðgerðir Norðurlandaþjóðanna vegna ebólufaraldursins í Vestur-Afríku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta