Hoppa yfir valmynd
24. október 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Dagur átaksins; Útrýmum lömunarveiki

Á Íslandi var byrjað að bólusetja fyrir lömunarveiki (mænusótt) árið 1956 og síðasta tilfellið sem greindist hér á landi var 1960. Árið 1994 voru vesturlönd án mænuveiki.

Frá IndlandiStór áfangi náðist þegar tókst að útrýma lömunarveiki á Indlandi 2012. Í dag hefur tekist að útrýma lömunarveiki í öllum löndum heims að þremur undanskildum, þ.e. Nígeru, Afganistan og Pakistan. Helstu hindranir við útrýmingu lömunarveiki þar sem hún er enn landlæg eru ófriðarástand, óburðugt stjórnskipulag heilbrigðismála og fáfræði. Mikilvægt er að ljúka átakinu þar sem lömunarveikin getur borist til annarra landa frá þeim löndum þar sem hún er landlæg.

Útrýming lömunarveiki er sameiginlegt átaksverkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Unicef, sjóðs Bill og Melindu Gates og Rotaryhreyfingarinnar  en meginþunginn hefur hvílt á heilbrigðisyfirvöldum hvers lands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta