Umsóknir um embætti landlæknis
Velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar embætti landlæknis þann 26. september sl. Landlæknir er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Skipað verður í embættið frá 1. janúar 2015.
Umsóknarfrestur rann út 31. október.
Eftirfarandi sóttu um embættið
- Birgir Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi
- Geir Gunnlaugsson, landlæknir
- Kristjana S. Kjartansdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunni Hamraborg
- María Ólafsdóttir, heimilislæknir Heilsugæslunni Árbæ
- Vilhelmína Haraldsdóttir, sérfræðilæknir á lyflækningasviði Landspítala