Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2014 Utanríkisráðuneytið

Á undan Haraldarlofi kom Hákonslof 

Bjarni Ásgeirsson

Komið hefur í ljós að íslenskur sendierindrekii færði Noregskonungi kveðju í bundnu máli árið 1952.  Þáverandi sendherra, Bjarni Ásgeirsson, sendi þá Hákoni VII kveðjubrag á afmælisdegi konungs, 3. ágúst.  Í fyrstu stöku kvæðisins stendur:

Ég Noregs fylki flyt í dag
að fornum hætti kveðjubrag.
Öll veröld kennir konung þann, 
er kom og sá og ríkið vann.

Sama dag flutti sendiherrann erindi í útvarpi á Íslandi og birtist það í Tímanum fáeinum dögum síðar, 7. ágúst 1952.

Ástæða er til að rifja þetta upp í tilefni af áheyrn fjögurra Íslendinga og fjögurra Norðmanna hjá konungi 10. nóvember sl., en við það tækifæri var Haraldi V. afhent eintak af nýrri þýðingu Íslendingasagana á norsku í fimm bindum og Þórarinn Eldjárn, skáld og rithöfundur, flutti konungi drápu.  Þetta er í fyrsta skipti, svo vitað sé, að íslenskt skáld flytur Noregskonungi drápu í konungshöllinni, frá því á þrettándu öld.

Í samtali undirritaðs við Þórarinn Eldjárn eftir athöfnina kom fram að fyrrverandi forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannessdóttir, ætti í fórum sínum eintak af kveðskap Bjarna Ásgeirssonar til konungs, en Bjarni var afi Ástu Ragnheiðar. Óskaði undirritaður eftir að fá eintak af kvæðinu og fylgir það hjálagt. 
Í útvarpsávarpi sendiherrans,  kennir margra grasa, en þar er m.a. að finna þessa eftirminnilegu setningu:

".....það hljómar dálítið ótrúlega, að einmitt Íslendingar, - sú þjóð sem er hvað minnst um konunga gefið, - hafi lagt grundvöllinn  að hinni miklu konungshollustu frænda vorra Norðmanna. Samt mun það svo vera."
Kveðjubragur Bjarna Ásgeirssonar í heild sinni fer hér á eftir, en norsk útgáfa hans var einnig flutt í norska útvarpinu 1952:
Höfundur er sendiherra Íslands í Noregi

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta