Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2014 Utanríkisráðuneytið

Fundað um framkvæmd EES-samningsins

Bergdís Ellertsdóttir

EES-ráðið kom saman til fundar í Brussel í dag. Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Brussel, sat fundinn fyrir hönd Íslands í fjarveru utanríkisráðherra. Auk hennar sátu fundinn Vidar Helgesen, ráðherra EES- og ESB-mála í Noregi, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, fulltrúar aðildarríkja ESB með aðstoðarutanríkisráðherra Ítalíu í forsæti, framkvæmdastjórnar ESB, EFTA-skrifstofunnar og Eftirlitsstofnunar EFTA.


Aðalefni fundarins var staða og framkvæmd EES-samningsins og var rætt um aðgerðir ríkjanna til að tryggja hnökralausa upptöku gerða í samninginn og innleiðingu þeirra í landsrétt, sbr. m.a. Evrópustefnu ríkisstjórnar Íslands. Þannig megi tryggja eitt af grundvallaratriðum samningsins um samræmda löggjöf og samsvarandi rétt einstaklinga og fyrirtækja á innri markaðnum. 
EES-ráðið lýsti ánægju sinni með að náðst hefði samkomulag vegna innleiðingar reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði. Með því er tryggt að umgjörð um fjármálaþjónustu verður sambærileg á öllum innri markaði Evrópu. Samkomulagið byggist á grunngildum EES-samningsins um tveggja stoða kerfi. 

Rætt var um loftslags- og orkumál, sérstaklega stefnu til ársins 2030 sem að leiðtogaráð ESB samþykkti nýverið og felur í sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, auka enn frekar hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa og markmið um frekari orkusparnað.  Á fundinum lagði Ísland m.a. áherslu á að nýting jarðhita gæti átt þátt í að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Einnig var skipst á skoðunum um ástandið í Sýrlandi, Írak og baráttuna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum. 
Niðurstöður EES-ráðsins (ensku)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta