Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2014 Utanríkisráðuneytið

Norræn næring - vefsíða

 Norræna ráðherranefndin kynnti, í tengslum við ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um næringu (ICN2), nýjan vef www.nordicnutrition.org. Á vefsíðunni má finna ýmsa sérfræðiþekkingu um næringu frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð auk Grænlands, Færeyja og Álandseyja.

Vefurinn kynnir vinnu Norrænu ráðherranefndarinnar, sem miðar að því að búa til samhangandi og heildræna aðferð til að takast á við úrlausnarefni á sviði næringar og heilsu á 21. öld.

Á vefnum er spurt hvert eigi að stefna í málum sem varða næringu og heilsu og kannað hversu langt Norðurlönd eru komin á ýmsum sviðum. Einnig eru helstu næringarviðmið, holla kosti og norræna matvælamerkið Skrárgatið kynnt.

Norræna ráðherranefndin hefur jafnframt fjármagnað önnur rannsóknarverkefni sem snúast um hollt og sjálfbært mataræði og ýmsa aðra starfsemi sem snertir næringu, einkum í tengslum við Nýja norræna matargerðarlist og matarsóun.

Frekari upplýsingar á vef norden.org og www.nordicnutrition.org

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta