Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2014 Innviðaráðuneytið

Undirbúningur fyrir vinnu við mótun landsarkitektúrs

Í skýrslunni er fjallað um skipulag og högun upplýsingakerfa hjá hinu opinbera á Íslandi og áherslur stjórnvalda. Einnig er fjallað um áherslur nágrannalandanna varðandi skipulag og högun upplýsingakerfa.

Í skjalinu er fjallað um hvers vegna æskilegt sé að mótaður verði landsarkitektúr (e. Enterprise IT Architecture) fyrir opinber upplýsingakerfi hér á landi og þeim þáttum sem mynda landsarkitektúr upplýsingakerfa er lýst.

Í skjalinu eru einnig tillögur sem varða skipulag og högun opinberra upplýsingakerfa.

Landsarkitektúr fyrir opinber upplýsingakerfi er nokkurs konar skipulag eða rammi fyrir upplýsingakerfin. Landsarkitektúr felur í sér framtíðarsýn fyrir opinber upplýsingakerfi. Landsarkitektúr inniheldur ýmsar skilgreiningar, lýsingar, sameiginleg kerfi og aðra þætti sem mynda og lýsa skipulagi og högun opinberra upplýsingakerfa. Til landsarkitektúrs teljast reglur og staðlar sem unnið er eftir við uppbyggingu og rekstur upplýsingakerfanna, lýsingar á ýmsum ferlum og tengingum milli kerfa, sameiginleg upplýsingakerfi og rafrænar þjónustur sem nýtt eru af mörgum aðilum og aðrir sameiginlegir innviðir í upplýsingatækni.

Markmið með samantektinni er eftirfarandi:

  • að kanna nauðsyn þess að koma á heildarskipulagi opinberra upplýsingakerfa og auka samhæfingu milli þeirra
  • að undirbúa gerð landsarkitektúrs fyrir opinber upplýsingakerfi
  • að vinna að þróun opinberra upplýsingakerfa og auka samvirkni milli þeirra
  • að stuðla að aukinni samvinnu stofnana ríkisins og sveitarfélaga um þróun og samnýtingu upplýsingakerfa og öllum þáttum landsarkitektúrs, svo sem reglum, stöðlum, kerfiseiningum og öðrum upplýsingatækniinnviðum
  • að stuðla að hagræðingu í rekstri opinberra upplýsingakerfa
  • að auðvelda opinberum aðilum að móta og viðhalda landsarkitektúr fyrir upplýsingakerfin

Skýrsla:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta