Fundur ríkja sem taka þátt í aðgerðum gegn ISIS
Gunnar Bragi Sveinsson utanríksiráðherra sótti í dag utanríkisráðherrafund sextíu ríkja í Brussel sem taka þátt alþjóðlegum aðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Írak og Sýrlandi. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins sóttu fundinn ásamt fjölmörgum Arabaríkjum og Asíuríkjum.
„Við styðjum aðgerðir gegn ISIS enda brýnt að bregðast grimmdarverkum samtakanna. Ísland leggur sín lóð á vogaskálarnar með því að styðja neyðar- og mannaúðaraðstoð fyrir óbreytta borgara í gegnum stofnanir Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Gunnar Bragi.
Á fundinum var rætt um aðgerðir gegn ISIS m.a. hernaðarlegan stuðning við írösk stjórnvöld; aðgerðir til að sporna við fjármögnun samtakana, viðbrögð við áróðursstarfsemi ISIS, eftirlit með farandvígamönnum og mannúðaraðstoð fyrir almenna borgara.