LEIÐRÉTTING - Niðurstaða úthlutunar á ESB tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið janúar – desember 2015 .
Föstudaginn 28.nóvember 2014 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópubandalaginu fyrir tímabilið janúar – desember 2015.
Nautgripakjöt í vörulið 0202.Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti, samtals 461.500 kg. á meðalverðinu 226 kr./kg. Hæsta boð var 590 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg. á meðalverðinu 521 kr./kg.
Svínakjöt í vörulið 0203.Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á svínakjöti, samtals 797.500 kg. á meðalverðinu 94 kr./kg. Hæsta boð var 269 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 200.000 kg. á meðalverðinu 211 kr./kg.
Alifuglakjöt, í vörulið 0207.Fjórtán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, samtals 1.042.820 kg á meðalverðinu 334 kr./kg. Hæsta boð var 700 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 200.000 kg á meðalverðinu 618 kr./kg.
Kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;...(**) í vörulið ex 0210.Átta tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;...(**), samtals 57.000 kg. á meðalverðinu 139 kr./kg. Hæsta boð var 250 kr./kg. en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 158 kr./kg.
Ostar og ystingur í vörulið 0406. Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 253.700 kg. á meðalverðinu 283 kr./kg. Hæsta boð var 470 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækjum um innflutning á 80.000 kg. á meðalverðinu 443 kr./kg.
Ostur og ystingur í vörulið ex 0406;...(**). Sex tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið ex 0406...(**) samtals 52.000 kg. á meðalverðinu 303 kr./kg. Hæsta boð var 485 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 20.000 kg. á meðalverðinu 445 kr./kg.
Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti.... í vörulið 1601. Tíu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á pylsum og þess háttar vörum úr kjöti.... á vörulið 1601, samtals 123.250 kg. á meðalverðinu 133 kr./kg. Hæsta boð var 225 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá níu fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 176 kr./kg.
Annað kjöt.... í vörulið 1602. Þrettán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti.... á vörulið 1602, samtals 222.000 kg. á meðalverðinu 338 kr./kg. Hæsta boð var 800 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 614 kr./kg.
Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-neytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:
Kjöt af nautgripum, fryst, 0202
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
50.000 | Aðföng |
3.000 | Eggert Kristjánsson ehf |
5.000 | Kjarnafæði ehf |
32.500 | Kaupás ehf |
9.500 | Sælkeradreifing ehf |
Svínakjöt, fryst, 0203
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
30.000 | Aðföng |
2.400 | Esja Gæðafæði ehf |
2.500 | Eggert Kristjánsson ehf |
5.000 | Innnes ehf |
60.000 | Kaupás ehf |
40.000 | Kjarnafæði ehf |
59.600 | Mata ehf |
500 | Sælkeradreifing ehf |
Kjöt af alifuglum, fryst, 0207
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
105.280 | Aðföng hf |
1.000 | Ekran ehf |
5.000 | Innnes ehf |
20.000 | Kaupás ehf |
28.600 | Mata ehf |
27.000 | Reykjagarður ehf |
13.000 | Sælkeradeifing ehf |
120 | Zilia ehf |
Kjöt og ætir hlutar af dýrum.. ex 0210
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
9.000 | Aðföng hf |
6.000 | Esja Gæðafæði ehf |
1.000 | Eggert Kristjánsson ehf |
8.000 | Innnes ehf |
10.000 | Íslenskar matvörur ehf |
6.000 | Kaupás ehf |
10.000 | Sælkeradreifing ehf |
Ostur og ystingur 0406
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
55.000 | Aðföng hf |
8.000 | Eggert Kristjánsson ehf |
2.000 | Ekran ehf |
700 | Garri ehf |
4.350 | Íslenskar matvörur ehf |
9.350 | Kaupás ehf |
600 | Mini market ehf |
Ostur og ystingur ex 0406
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
5.000 | Aðföng |
5.000 | Innnes ehf |
10.000 | Kaupás ehf |
Pylsur og þess háttar vörur 1601
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
13.267 | Aðföng hf |
100 | Eggert Kristjánsson ehf |
133 | Esja Gæðafæði ehf |
7.000 | Innnes ehf |
9.000 | Íslenskar matvörur ehf |
4.000 | Kaupás hf |
4.500 | Market ehf |
8.000 | Mini Market ehf |
4.000 | Sælkeradreifing ehf |
Annað kjöt, hlutar úr dýrum.. 1602
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
2.667 | Aðföng |
7.000 | Ekran ehf |
1.333 | Íslenskar matvörur ehf |
18.000 | Sælkeradreifing ehf |
1.000 | Zilia ehf |
20.000 | Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf |
Reykjavík, 8. desember 2014.