Hoppa yfir valmynd
16. desember 2014 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður umsókna varðandi úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi, fyrir tímabilið janúar – desember 2015


Mánudaginn 17. nóvember 2014 rann út umsóknarfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á smurostum frá Noregi, fyrir tímabilið janúar – desember 2015, samtals 13.000 kg, sbr. reglugerð nr. 1005/2014.

Tvær umsóknir bárust um tollkvótann, samtals 14.000 kg. en úthlutað er 13.000 kg. Þar sem umsóknir bárust um meira magn en auglýstum tollkvóta nemur var kastað hlutkesti um úthlutun tollkvótans samkvæmt. 3. gr. reglugerðarinnar. Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur ráðuneytið úthlutað tollkvóta til neðangreindra fyrirtækja.

Smurostar frá Noregi

Magn (kg) Tilboðsgjafi
        3.000 Íslenskar matvörur ehf
      10.000 Nautica  ehf

 

Reykjavík, 16. desember 2014.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta