Hoppa yfir valmynd
22. desember 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nefndarmönnum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fjölgað með lagabreytingu

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem felur í sér að fjölga nefndarmönnum um tvo. Er þetta gert til að bregðast annars vegar við fjölda kærumála hjá nefndinni og hins vegar við uppsöfnuðum vanda vegna ólokinna mála úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, sem var lögð niður árið 2011.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála er í dag skipuð sjö mönnum; formanni sem skal uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara ásamt sex nefndarmönnum með mismunandi sérþekkingu. Að jafnaði er nefndin skipuð þremur fulltrúum við meðferð máls en fimm í stærri málum. Er talið nauðsynlegt að styrkja nefndina með því að fjölga lögfræðimenntuðum nefndarmönnum, auk þess sem varaformaður nefndarinnar er nú aðalmaður í nefndinni, sem hefur ýmiskonar hagræði í för með sér.

Með lagabreytingunni er úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála endanlega lögð niður og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála falið óskorað umboð til að ljúka óafgreiddum málum eldri nefndar. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta