Nýr ráðherra tekur við lyklum
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók við lyklum að ráðuneytinu úr höndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag.
Sigrún tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi á gamlársdag og kom í ráðuneytið í dag. Að lokinni lyklaafhendingu heilsaði nýr ráðherra upp á starfsfólk sitt.
Sigrún hefur ráðið Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann sinn en Ingveldur var áður aðstoðarmaður Sigurðar Inga í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.