Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýr vefur rammaáætlunar

Skjámynd af www.ramma.is

Nýr vefur rammaáætlunar hefur verið opnaður á nýju léni, www.ramma.is. Vefurinn leysir af hólmi eldri vef og tekur mið af nýjustu kröfum um útlit og notendavænleika. 

Verkefnisstjórn rammaáætlunar, sem skipuð er af umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur umsjón með vefnum. Þar er lögð áhersla á ítarlegar og aðgengilegar upplýsingar um vinnu sem stendur yfir við rammaáætlun.

Vefurinn er helsta tæki verkefnisstjórnar rammaáætlunar til að miðla upplýsingum um starf sitt og stöðu áætlunarinnar. Sögu rammaáætlunar eru gerð skil, svo og þeim hugmyndum og fræðum sem að baki liggja. Auk þess er vefurinn einn helsti samráðsvettvangur verkefnisstjórnar.

Unnið er að gerð gagnagrunns með gögnum sem orðið hafa til í vinnu við núverandi og fyrri áfanga rammaáætlunar og verða þau gerð aðgengileg almenningi. Gagnagrunnurinn verður hluti af vefsíðunni í náinni framtíð.

Á vefnum er nýtt einkennismerki rammaáætlunar kynnt sem byggir á fyrra merki en er nokkru einfaldara.

Vefurinn og einkennismerkið eru bæði hönnuð af Hugsmiðjunni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta