Utanríkisráðuneytið einn helsti bakhjarl alþjóðlegrar jarðhitaráðstefnu 2016
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Rósbjörg Jónsdóttir frá fyrirtækinu Gekon hf. undirrituðu í dag samstarfssamning um að utanríkisráðuneytið verði einn helsti bakhjarl alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar Iceland Geothermal Conference – IGC 2016.
Ráðstefnan er eitt helsta verkefni íslenska klasasamstarfsins og verður ráðstefnan haldin í þriðja sinn í Hörpu í apríl á næsta ári. Um 600 manns frá 40 þjóðlöndum tóku þátt í síðustu ráðstefnu jarðhitasamstarfsins sem haldin var í mars 2013. Markmið verkefnisins Iceland Geothermal Conference 2016 er að stuðla að alþjóðlegri umræðu um mikilvægi nýtingar jarðhitans, og þá sérstaklega möguleika til fjölnýtingar sem Íslendingar eru þekktastir fyrir.
Fulltrúi utanríkisráðuneytisins situr í fagnefnd ráðstefnunnar ásamt sérfræðingum fyrirtækja á sviði jarðvarma og orkuframleiðslu.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu viðburðarins: