Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2015 Dómsmálaráðuneytið

Heimsótti embættiríkislögreglustjóra

Ólöf Nordal innanríkisráðherra heimsótti embætti ríkislögreglustjóra í dag ásamt aðstoðarmönnum og fleiri  samstarfsmönnum í ráðuneytinu og kynnti sér starfsemina. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt samstarfsmönnum en auk þess að skoða aðsetur embættisins við Skúlagötu í Reykjavík heimsótti ráðherra fjarskiptamiðstöðina og almannavarnadeildina í Skógarhlíð.

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri tók á móti ráðherra og fylgdarliði, frá vinstri: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir og Ólöf Nordal.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri tók á móti ráðherra og fylgdarliði, frá vinstri: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir og Ólöf Nordal.

Starfsemi ríkislögreglustjóra skiptist í eftirfarandi þrjár meginstoðir: Rekstrarsvið, stjórnsýslusvið og löggæslu- og öryggissvið og hvert svið skiptist í nokkrar deildir.

Hjálmar Björgvinsson sagði frá verkefnum fjarskiptamiðstöðvarinnar.Í aðalskrifstofunni við Skúlagötu heimsótti  innanríkisráðherra meðal annars tölvudeild, alþjóðadeild og greiningardeild og skoðaði aðstöðu sérsveitarinnar. Í Skógarhlíðinni kynnti ráðherra sér starfsemi fjarskiptamiðstöðvarinnar og almannavarnadeildar auk þess að líta við í bílamiðstöðinni sem sér um allan bílaflota lögregluembættanna í landinu.

Sólberg Bjarnason sagði ráðherra frá alþjóðadeildinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta