Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Tannverndarvika 2015

Bætt tannheilsa
Hjá tannlækni

Embætti landlæknis stendur fyrir árlegri tannverndarviku 2. til 7. febrúar 2015 í samvinnu við Tannlæknafélag Íslands sem mun heimsækja 10. bekki grunnskólanna í vikunni.

Tannverndarvikan þetta árið er helguð því að kynna landsmönnum mikilvægi þess að draga úr sykurneyslu undir kjörorðinu Sjaldan sætindi og í litlu magni.

Að þessu tilefni kynnir Embætti landlæknis nýjan vef, www.sykurmagn.is. Á vefnum er að finna myndrænar upplýsingar um viðbættan sykur í ýmsum matvælum, einkum sætindum og sykruðum gos- og svaladrykkjum.

Með hjálp vefsins geta foreldrar hjálpað börnum sínum að læra að velja æskilegar vörur með minna magni af viðbættum sykri en aðrar sambærilegar vörur. Þá mun vefurinn einnig nýtast í kennslu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta