Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2015 Dómsmálaráðuneytið

Heimsótti nýtt embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu

Nýtt embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa um áramótin og heimsótti Ólöf Nordal innanríkisráðherra eina skrifstofu embættisins við Skógarhlíð í Reykjavík. Þórólfur Halldórsson sýslumaður tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt sviðsstjórum embættisins og greindu þau frá helstu atriðum í starfseminni.

Innanríkisráðherra heimsótti í dag embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
Innanríkisráðherra heimsótti í dag embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Umdæmaskipan sýslumannsembætta landsins var breytt um síðustu áramót eins og fram hefur komið og eru embættin nú níu. Sameinuð voru sýslumannsembættin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði en starfsemi hins sameinaða embættis fer nú fram á þeim þremur stöðum sem embættin hafa haft aðsetur til þessa og verður svo enn um sinn.

Þórólfur Halldórsson sýslumaður greindi frá helstu þáttum í starfsemi embættisins.Þórólfur Halldórsson sýslumaður segir að sameiningin hafi gengið vel og starfsfólk embættanna hafi á liðnu hausti lagt fram sinn skerf í undirbúningi sameiningarinnar. Hann segir að nú standi yfir greining á húsnæðisþörf hins nýja embættis og að ekki verði náð hámarksárangri sameiningarinnar fyrr en embættið verður sameinað undir einu þaki. Þá sagðist sýslumaður hafa lagt fram hugmyndir um ný verkefni sem flytja mætti til embættisins í samræmi við stefnu stjórnvalda um verkefnaflutning. Alls starfa um 100 manns hjá embættinu. Um helmingur þeirra er á skrifstofunni í Reykjavík, 32 á skrifstofunni við Dalveg í Kópavogi og 19 á skrifstofunni við Bæjarhraun í Hafnarfirði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta