Rétt kynjahlutfall í starfshópi um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum
Breytt var skipan starfshóps innanríkisráðherra sem fjalla á um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum áður en hann tók til starfa um mánaðamótin. Hópnum var falið að kanna með hvað leiðum megi jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna. Skipan starfshópsins var breytt vegna ábendingar um kynjahlutfall í hópnum og var ákveðið að óska á ný eftir tilnefningu frá Sýslumannafélagi Íslands sem aðeins hafði tilnefnt konu og ekki greint frá hlutlægum ástæðum þess að ekki væri mögulegt að tilnefna bæði karl og konu.
Starfhópurinn hefur þegar haldið sinn fyrsta fund og er hann nú þannig skipaður:
- Þórhildur Líndal, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumál og jafnframt formaður, tilnefnd af innanríkisráðherra,
- Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra,
- Bóas Valdórsson, sálfræðingur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, tilnefndur af Sýslumannafélagi Íslands,
- Pálmi Þór Másson, deildarstjóri hjá lögfræðideild Kópavogsbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
- Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands.
Starfshópurinn er skipaður á grundvelli ályktunar Alþingisfrá 12. maí 2014. Í ályktuninni kemur fram að hópurinn skuli útfæra leiðir til að eyða aðstöðumun sem er á heimilum þegar foreldrar sem búa ekki saman ákveða að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum. Í því skyni taki hópurinn m.a. afstöðu til þess hvort taka skuli upp kerfi sem heimilar börnum að hafa tvöfalt lögheimili eða hvort annað fyrirkomulag jafnrar búsetu hentar betur.