Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úthlutun styrkja til verkefna og rekstrar 2015

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að uppbyggingu á sviði umhverfismála. Þá hefur ráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka. 

Frá árinu 2012 hefur Alþingi ákvarðað umfang verkefnastyrkja til einstakra málaflokka og verkefna á vegum félaga, samtaka og einstaklinga en úthlutun þeirra er á höndum ráðuneyta, lögbundinna sjóða, menningarráða landshluta eða annarra sem sjá um og bera ábyrgð á viðkomandi málaflokkum. Þá hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til félagasamtaka sem starfa á málasviði ráðuneytisins.

Í verkefnaúthlutun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins voru 32,5 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam tæplega 176 milljónum króna. Alls námu umsóknir félagasamtaka um rekstrarstyrki um 32,5 milljónum króna en til úthlutunar voru 11,5 milljónir.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2015:

Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Styrkfjárhæð
Blái herinn Hreinn ávinningur – Hreinsun strandlengju 1.200.000
Framkvæmdaráð Snæfellsness Útbreiðsla ágengra plantna á Snæfellsnesi    500.000
Framkvæmdaráð Snæfellsness Umhverfisvottun Snæfellsness    500.000
Framkvæmdaráð Snæfellsness Burðarplastpokalaust Snæfellsnes 1.000.000
Framkvæmdasjóður Skrúðs Þjónustuaðstaða og bætt aðgengi    400.000
Framtíðarlandið Náttúrukortið    400.000
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands Fuglatalningar    850.000
Fuglaverndarfélag Íslands Samstarfsfundur með aðildarfélögum BirdLife í Evrópu    150.000
Fuglaverndarfélag Íslands Blýhögl við skotveiðar.    400.000
Fuglaverndarfélag Íslands Komdu og skoðaðu fuglana    500.000
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs Vistvangur: Náttúrugæði af mannavöldum við Sveifluháls og í Krýsuvík    800.000
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs LAND-NÁM; Endurheimt birkiskóga suðvesturhornsins með skólaæskunni. 1.000.000
Gunnar Steinn Jónsson Flokkun þörungasamfélaga í ám undir álagi 1.100.000
Hið íslenska náttúrufræðifélag Náttúra Mývatns og Þingvallavatns – einstök vistkerfi undir álagi    500.000
Hjólafærni á Íslandi Hjólum til framtíðar 2015 - örugg vegferð    200.000
Kirkjubæjarstofa ses Örnefni, þjóðleiðir og fornar götur í Skaftárhreppi - rafræn skráning    700.000
Landssamtök skógareigenda Fræðslu-og kynningarmál 1.900.000
Landvernd Fræðsla ungmenna og vistheimt á örfoka landi á Suðurlandi 1.000.000
Landvernd Bláfáni Landverndar 1.000.000
Landvernd Aðgerðir og þróun aðgerðaramma í loftslagsmálum með sveitarfélögum 1.500.000
LÍSA Kynningarmál og erlend samstarfsverkefni    180.000
LÍSA Ráðstefna um samræmingarverkefni    100.000
Matís ohf. Lífríki hella - Litli Björn    400.000
Melrakkasetur Íslands Refirnir á Hornströndum, ástand stofnsins og ábúðaþéttleiki 1.200.000
Náttúrufræðistofa Kópavogs Athugun á Kransþörungum í Þingvallavatni    600.000
Náttúrusetrið á Húsabakka Náttúrusetrið á Húsabakka 1.100.000
Náttúrustofa Vestfjarða Nýtingarmöguleikar á eyðibýlum í eigu ríkisins á Vestfjörðum    300.000
Náttúrustofa Vestfjarða Skráning hrafnaóðala og ábúð þeirra í Ísafjarðardjúpi og nágrenni 1.000.000
Reykjanes jarðvangur Erlent samstarf    200.000
Sesseljuhús Umhverfissetur Skilvirkari endurvinnsla á Sólheimum 1.000.000
Sesseljuhús Umhverfissetur Sesseljuhús Umhverfissetur 1.200.000
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Verndun Breiðamerkursands    200.000
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni Gerð skógarstígs fyrir hreyfihamlaða í Kristnesskógi í Eyjafjarðarsveit 1.400.000
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hjálparfoss í Þjórsárdal. Lagfæring stíga, náttúruvernd og öryggismál    520.000
Skipulagsfræðingafélag Íslands Íðorðanefnd Skipulagsfræðingafélags Íslands    250.000
Skorradalshreppur Hættumat vegna gróðurelda í Skorradal    200.000
Skotveiðifélag Íslands Rjúpnatalningar 2015    350.000
Skógræktarfélag Íslands Þátttaka í fundi European Forest Network í Salzburg    200.000
Skógræktarfélag Íslands Opinn skógur 1.200.000
Skógræktarfélag Íslands Stígagerð í Brynjudalsskógi    400.000
Skógræktarfélag Íslands Unglinganámskeið í skógrækt að Úlfljótsvatni    100.000
Surtseyjarfélagið Viðhald rannsókna- og björgunarskála í Surtsey 1.400.000
Veraldarvinir Hreinsun strandlengju Íslands    500.000
Vinir Þórsmerkur Viðhald gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu    500.000
Vistbyggðaráð Híbýli og heilsa- heilsufarsleg áhrif vistvænna bygginga og byggðs umhverfis.    800.000
Vistbyggðaráð EFNISGÆÐI. Gerð fræðsluefnis fyrir vistvænar byggingavörur 1.000.000
Ævar Petersen Vöktun íslenska lómastofnsins og loftlagsbreytingar    600.000

 Eftirfarandi félagasamtök hlutu rekstrarstyrki fyrir árið 2015:

Nafn umsækjanda Styrkfjárhæð
FJÖREGG, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit    250.000
Framtíðarlandið    700.000
Fuglaverndarfélag Íslands 1.500.000
Garðyrkjufélag Íslands    700.000
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs 1.500.000
Landvernd 4.400.000
Náttúruverndarsamtök Íslands 2.200.000
Náttúruverndarsamtök Suðurlands    250.000

 

Skilmálar styrkja af safnliðum fjárlaga.

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta