Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2015 Utanríkisráðuneytið

Að gefnu tilefni vegna TiSA viðræðna

Að gefnu tilefni vill utanríkisráðuneytið koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum sem snúa að samráði innan stjórnarráðsins um svonefndar TiSA viðræður um þjónustuviðskipti, sérstaklega að því er varðar fréttir um viðauka um heilbrigðisþjónustu sem lagður er til af Tyrklandi.


1. Ákvörðunin um að Ísland tæki þátt í TiSA viðræðunum var tekin í tíð fyrri ríkisstjórnar af þáverandi utanríkisráðherra í desember 2012. 

2. TiSA viðræðurnar voru kynntar í ríkisstjórn með sérstöku minnisblaði í júní 2013. Einnig var fjallað um þær í skýrslu ráðherra til Alþingis um utanríkismál í mars 2014. Auk þess hefur verið sérstök umræða um þær á Alþingi og þær kynntar í utanríkismálanefnd. 

3. Líkt og og ítrekað hefur komið fram opinberlega og má kynna sér frekar á heimasíðu utanríkisráðuneytisins, http://www.utanrikisraduneyti.is/nyr-starfssvid/vidskiptasvid/vidskiptasamningar/tisa/ er viðhaft víðtækt samráð í tengslum við TiSA viðræðurnar og á það ekki síst við milli ráðuneyta og stofnana þeirra, þ.m.t. við velferðarráðuneytið. 

4. Tyrkland hafði áður sent sambærilega tillögu um viðauka í fríverslunarviðræðum EFTA og Tyrklands sem send var til velferðarráðuneytisins þann 14. október 2014 til athugasemda. Svar velferðarráðuneytisins barst 20. október 2014. 

5.  Í nóvember 2014 voru fyrstu drög að viðaukanum send þátttökuríkjunum til umræðu í TiSA samningalotunni sem fór fram í byrjun desember 2014.
 
6. Þann 6. janúar 2015 upplýsti utanríkisráðuneytið velferðarráðuneytið um framlagningu viðaukans og sendi texta hans. Var um leið boðað til samráðsfundar um TiSA viðræðurnar þann 14. janúar 2015 með öllum tengiliðum í fagráðuneytum til þess að fara yfir stöðu viðræðnanna. Fulltrúi velferðarráðuneytis tók þátt í þeim fundi þar sem þetta mál var rætt. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta