Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Framtíðarsýn og skýrsla Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum komin út

Komin er út skýrsla Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum um starfsemina árin 2012-2014 en hún hefur einnig að geyma framtíðarsýn. Var skýrslan afhent á umræðufundi með fulltrúum stofnana og samtaka sem unnið hafa með verkefnisstjórn átaksins undanfarin ár að fræðslu fyrir börn, almenning og réttarvörslukerfið.

Framtíðarsýn og skýrsla vitundarvakningar um ofbeldi kynnt.
Framtíðarsýn og skýrsla vitundarvakningar um ofbeldi kynnt.

Framtíðarsýnin og næstu skref í málaflokknum voru til umræðu ásamt samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi sem félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu nýlega.

Vitundarvakningin er samstarfsverkefni innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis. Hún var stofnuð til þriggja ára í byrjun 2012 en mun starfa áfram árið 2015. Í skýrslunni eru lagðar til nokkrar leiðir um fyrirkomulag forvarna sem grundvallist á þekkingu sem fengist hefur með rannsóknum, samráði fagaðila, upplýsingaveitu og fræðslu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta