Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2015 Utanríkisráðuneytið

Samningalota 9-13. febrúar 2015

Tíunda samningalota um aukið frelsi í þjónustuviðskipum var haldin í Genf dagana 9.-13. febrúar 2015. Uruguay hefur verið formlega samþykkt sem aðili að TISA viðræðunum og tók þátt í samningalotunni. Eru nú þátttökuríkin í TiSA viðræðunum 51 talsins, að meðtöldum aðildarríkjum ESB en fulltrúar frá framkvæmdastjórn ESB taka þátt í viðræðunum fyrir þeirra hönd.

 Til umfjöllunar í lotunni voru textadrög um för þjónustuveitenda, fjármálaþjónustu, upplýsinga- og fjarskiptatækni (Telecommunications), rafræn viðskipti (e-commerce) og staðgreining (localization), innlendar reglur (domestic regulation), gagnsæi (transparency), flutninga (sjó, loft og á vegum), fagþjónustu (professional services), opinber innkaup, heilbrigðistengda þjónustu (Patient mobility, áður Health related services). Einnig var rætt um megintexta samningsins auk þverlægra mála.

Ísland heldur áfram þátttöku sinni í þremur hagsmunahópum: Vinir orkuþjónustu (Ísland og Noregur stýra), vinir sjóflutninga (Noregur stýrir) og áhugahópur um Professional Services (Ástralía stýrir).

 Næsta lota fer fram dagana 13.-17. apríl

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta