Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Samningur um meðferð einstaklinga með vefjagigt

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Þrautar þeim Arnóri Víkingssyni, Sigrúnu Baldursdóttur og Eggerti S Birgissyni
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Þrautar þeim Arnóri Víkingssyni, Sigrúnu Baldursdóttur og Eggerti S Birgissyni

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjan samning á milli Sjúkratrygginga Íslands og Þrautar um meðferð einstaklinga með vefjagigt.

Samningurinn hefur hingað til verið tilraunasamningur en ákveðið hefur verið að bjóða þjónustuna til frambúðar.  Megináhersla í nýjum samning var að fara í breytingar á uppbyggingu meðferðar með það að leiðarljósi að stytta biðlista og fjölga greiningum sem og einstaklingum sem fá endurhæfingu.

Samningurinn tekur til þverfaglegrar og einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir einstaklinga með vefjagigt og tengda sjúkdóma, hjá Þraut sem er miðstöð þekkingar í meðferð og greiningu vefjagigtar.  Kristján Þór segir samninginn mikilvægan.,,Þessi samningur tryggir að í boði sé mikilvæg þjónusta sem  er ætlað að auka lífsgæði þeirra sem glíma við vefjagigt,” segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Með samningnum er ætlunin að efla færni fólks með vefjagigt til daglegra athafna, fræða það um vefjagigt og tengda sjúkdóma og þjálfa í leiðum til sjálfshjálpar með því að viðhalda starfsgetu þeirra og draga markvisst úr líkum á því að útivinnandi einstaklingar hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku.

Sérstök áhersla er lögð á gott samstarf við heimilislækni viðkomandi sjúklings. Heimilislæknirinn er upplýstur um skipulag og samsetningu fyrirhugaðrar endurhæfingaráætlunar og bréflega gefinn kostur á að hafa áhrif á meðferðaráætlun.

Tilgangur samningsins er jafnframt að kortleggja stöðu einstaklinga með vefjagigt og tengda sjúkdóma þannig að hægt sé að sjá hver staðan var fyrir meðferð með tilliti til líkamlegrar og andlegrar heilsu sem og færni og stöðu einstaklings á vinnumarkaði og bera það saman við stöðuna að lokinni meðferð.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta