EFTA og Mercosur hefja könnunarviðræður
EFTA-ríkin og Mercosur viðskiptabandalagið hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður um gerð hugsanlegs viðskiptasamnings ríkjanna. Aðild að Mercosur eiga Argentína, Brasilía, Paragvæ, Úrúgvæ og Venesúela. Ákvörðunin var tekin á fundi EFTA og Mercosur sem haldinn var fyrir helgi í Brasilíu, sem nú fer með formennsku í bandalaginu.
Ákvörðunin um að hefja þessar könnunarviðræður kemur m.a. í kjölfar heimsóknar Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Brasilíu á síðasta ári þar sem hann lagði til aðEFTA og Mercosur könnuðu möguleika á hugsanlegum fríverslunarviðræðum sín á milli.
"Það er mikið fagnaðarefni að jákvæð skref hafi verið tekin varðandi mögulegar viðræður við Mercosur ríkin svo fljótt eftir heimsókn okkar til Brasilíu,“segir Gunnar Bragi. „Brasilía og Mercosursvæðið í heild fela í sér mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að hasla sér völl. Ég bind vonir við að það takist að hefja formlegar viðræður innan ekki of langs tíma."