Hoppa yfir valmynd
10. mars 2015 Utanríkisráðuneytið

EFTA og Mercosur hefja könnunarviðræður

Utanríkisráðuneyti Brasilíu

EFTA-ríkin og Mercosur viðskiptabandalagið hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður um gerð hugsanlegs viðskiptasamnings ríkjanna. Aðild að Mercosur eiga Argentína, Brasilía, Paragvæ, Úrúgvæ og Venesúela. Ákvörðunin var tekin á fundi EFTA og Mercosur sem haldinn var fyrir helgi í Brasilíu, sem nú fer með formennsku í bandalaginu.

Ákvörðunin um að hefja þessar könnunarviðræður kemur m.a. í kjölfar heimsóknar Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Brasilíu á síðasta ári þar sem hann lagði til aðEFTA og Mercosur könnuðu möguleika á hugsanlegum fríverslunarviðræðum sín á milli. 

"Það er mikið fagnaðarefni að jákvæð skref hafi verið tekin varðandi mögulegar viðræður við Mercosur ríkin svo fljótt eftir heimsókn okkar til Brasilíu,“segir Gunnar Bragi. „Brasilía og Mercosursvæðið í heild fela í sér mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að hasla sér völl. Ég bind vonir við að það takist að hefja formlegar viðræður innan ekki of langs tíma." 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta