Hoppa yfir valmynd
20. mars 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Verkefnastjórn um betri heilbrigðisþjónustu skipuð

Í læknisskoðun
Í læknisskoðun

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað verkefnastjórn um betri heilbrigðisþjónustu. Verkefnastjórninni er ætlað að vinna á grundvelli yfirlýsingar forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands frá 8. janúar sl.

Í verkefnastjórninni eiga sæti:

  • Björn Zoëga, formaður, bæklunarlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans
  • Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
  • Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Arna Guðmundsdóttir,lyflæknir á LSH og formaður Læknafélags Reykjavíkur
  • Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri bráða-, fræðslu- og gæðasviðs við Sjúkrahúsið á Akureyri

Verkefnisstjórn mun taka við stjórn verkefnisins Betri heilbrigðisþjónusta 2013 – 2017 sem heilbrigðisráðherra setti af stað í upphafi síðasta árs. Undir það verkefni féllu sjö verkhlutar og eru fjórir þeirra komnir í framkvæmd en þremur er ekki lokið og munu verða hluti af ofangreindu verkefni.

Gert er ráð fyrir að verkefnastjórnin ljúki vinnu í lok árs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta