Drög að reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja til umsagnar
Velferðarráðuneytið leggur hér fram til umsagnar drög að reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Starfshópur skipaður af heilbrigðisráðherra útbjó drög að reglugerðinni sem ætlað er að fella úr gildi reglugerðir nr. 91/2001 og nr. 111/2001. Markmið reglugerðarinnar er að kveða á um verklag við ávísanir og afhendingu lyfja.
Frestur til að skila ráðuneytinu umsögnum er til 8. apríl 2015. Umsagnir skal senda ráðuneytinu á netfangið [email protected] og skrifa í efnislínu: Umsögn vegna reglugerðar um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja.