Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2015 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrar Íslands og Kanada funda í aðdraganda ráðherrafundar Norðurskautsráðsins

Gunnar Bragi og Robert Nicholson

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Robert Douglas Nicholson, utanríkisráðherra Kanada, áttu í gær fund í Montreal í aðdraganda ráðherrafundar aðildarrikja Norðurskautsráðsins sem hefst í dag í Iqaluit í Kanada. Ráðherrarnir ræddu tvíhliða samskipti Íslands og Kanada, m.a. samstarf ríkjanna í öryggis- og varnarmálum, fríverslun og flugmálum.

Af alþjóðamálum bar hæst ástand og horfur í Úkraínu og í Mið-Austurlöndum. Þeir voru sammála um mikilvægi þess að styðja úkraínsk stjórnvöld við uppbyggingu innviða landsins og að skilyrðislaust bæri að virða lögmæt landamæri og fullveldi Úkraínu. Þá bar þeim saman um nauðsyn þess að eiga náið samráð og samstarf í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkaógn. Ráðherrarnir lýstu eindregnum vilja til að efla og víkka samskipti Íslands og Kanada enn frekar á komandi árum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta