Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2015 Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um Lögregluskóla ríkisins til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 490/1997 um Lögregluskóla ríkisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 6. maí næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Með lögum nr. 51/2014 um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 var ráðherra eftirlátið að kveða á um í reglugerð þau inntökuskilyrði sem umsækjendur til náms í Lögregluskóla ríkisins verða að uppfylla, þar á meðal kröfur varðandi menntun, tungumálakunnáttu og fleira sbr. 2. mgr. 38. gr. laganna og er reglugerðarbreytingin gerð með vísan til þessa.

Drögin miða að því að engar efnislegar breytingar verði gerðar á inntökuskilyrðum í skólann frá því sem verið hefur síðustu ár. Auk þess eru sett nánari fyrirmæli varðandi skyldu valnefndar lögregluskólans til að gæta meðalhófs við öflun upplýsinga um umsækjendur úr málaskrám lögreglu.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta