Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2015 Dómsmálaráðuneytið

Kjartan Bjarni Björgvinsson skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Kjartan Bjarna Björgvinsson, aðstoðarmann dómara við EFTA-dómstólinn, í embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 4. maí n.k.

Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 16. janúar sl. og bárust alls níu umsóknir um embættið. Innanríkisráðherra fór þess á leit við dómnefnd, sem starfar skv. 4. gr. a laga um dómstóla nr. 15/1998, að hún léti í té umsögn sína um hæfni umsækjenda um embættið og afhenti nefndin ráðherra umsögn sína þann 20. apríl 2015. Niðurstaða nefndarinnar varð sú að Kjartan Bjarni og Pétur Dam Leifsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, væru hæfastir umsækjenda til að hljóta skipun í embættið.

Umsögn dómnefndarinnar má sjá hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta