Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Tímamótasamningur um sérnám í heilsugæsluhjúkrun

Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri - Mynd: KEP
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri - Mynd: KEP

Háskólinn á Akureyri í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun í haust bjóða upp á nýja námsbraut fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja sérhæfa sig í heilsugæsluhjúkrun. Verkefnið er liður í áætlun um Betri heilbrigðisþjónustu þar sem áhersla er lögð á að efla heilsugæsluna í landinu. Velferðarráðuneytið leggur verkefninu til 27 milljónir króna á þessu ári samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag.

Markmiðið er að efla klíníska hæfni hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu og styrkja þannig þverfaglega teymisvinnu innan heilsugæslunnar, svo sem í bráðaþjónustu, þjónustu við tiltekna sjúklingahópa og á sviði forvarna og heilsuverndar. Með þessu er námsframboð í hjúkrunarfræði aukið og nýir möguleikar skapast fyrir sérhæfða starfsmenn heilsugæslunnar til að mennta sig samhliða starfi.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun til að byrja með koma á fót sex sérnámsstöðum í heilsugæsluhjúkrun en stefnt er því að fjölga þeim frekar árið 2016, m.a. með sérnámsstöðum við heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði við undirritun samingsins að hann marki upphaf að breyttum áherslum í heilsugæslu þar sem markmiðið er að treysta og efla heilsugæsluna í landinu, efla mannauðinn sem þar starfar og stuðla að framþróun:  „Þetta tengist umbótaverkefnum á sviði heilbrigðismála sem ég kynnti formlega í upphafi ársins 2014 undir formerkjum Betri heilbrigðisþjónustu. Þar er mikil áhersla lögð á að heilsugæslan verði gerð að þeim fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðisþjónustunni sem við höfum svo lengi viljað að hún verði.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta