Hoppa yfir valmynd
18. maí 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Bein útsending frá Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf

Angela Merkel kanslari, Dr Chan framkvæmdastjóri WHO og Michael Møller, framkvæmdastjóri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf /-Mynd WHO
Angela Merkel kanslari, Dr Chan framkvæmdastjóri WHO og Michael Møller, framkvæmdastjóri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf /-Mynd WHO

Í dag hófst 68. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem haldið er í Genf í Sviss og stendur yfir dagana 18.–26. maí. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra átti í morgun fund með framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu WHO þar sem þau ræddu meðal annars um framboð Íslands til setu í fastanefnd Evrópuskrifstofunnar.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, flutti ávarp við upphaf þingsins í morgun, þar sem hún sagði meðal annars að heilbrigðismál væru áhersluatriði af hálfu Þýskalands meðal iðnríkjanna sjö, þ.e. G7 þjóðanna, en Þjóðverjar eru þar í forsæti. Merkel ræddi einnig um stöðu kvenna og rétt þeirra til heilsu og enn fremur um mikilvægi þess að þjóðir heims búi yfir viðnámi til þess að takast á við heilsufarsvá af ýmsu tagi.

Hægt er að fylgjast með þingi WHO í beinni útsendingu á vefnum og er þetta í fyrsta sinn sem það er mögulegt.

Slóð að beinni útsendingu: http://www.who.int/mediacentre/events/2015/wha68/webstreaming/en/

Á meðfylgjandi mynd má sjá Angelu Merkel, Dr Chan framkvæmdastjóra WHO og Michael Møller, framkvæmdastjóra skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta