Tímamótaupplýsingar um starfsframa og laun kynjanna
Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins kynnir niðurstöður úr fyrstu samræmdu rannsókninni á kynbundnum launamun sem gerð hefur verið hér á landi og tekur til alls vinnumarkaðarins á morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 20. maí næstkomandi kl. 8–10.
Verkefni aðgerðahópsins hafa meðal annars falist í því að vinna að samræmingu rannsókna á kynbundnum launamun, annast kynningu og fræðslu vegna innleiðingar jafnlaunastaðals, upplýsingamiðlun og ráðgjöf um launajafnrétti og gerð áætlunar um uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar. Samhliða kynningu á launarannsókninni verður á fundinum kynnt skýrsla um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði og rætt um framtíðaráskoranir í launajafnréttismálum á íslenskum vinnumarkaði.
Kyn, starfsframi og laun
Staða karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði
Morgunverðarfundur, 20. maí 2015 kl. 8.00–10:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Kynning á niðurstöðum rannsóknar um kynbundinn launamun og skýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.
Fundarstjóri: Siv Friðleifsdóttir
8:00-8:30 Skráning8:30-8:40 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Ávarp
8:40-8:55 Sigurður Snævarr, hagfræðingur. Niðurstöður rannsóknar um kynbundinn launamun
8:55-9:10 Dr. Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík.
Er jafnrétti í augsýn? Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði
9:10-9:25 Dr. Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur.
Skipting heimilisstarfa og ráðstöfun heimilistekna
9:25-09:40 Guðný Einarsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Aðgerðir aðgerðahóps um launajafnrétti — framtíðaráskoranir í launajafnréttismálum
09:40-10:00 Fyrirspurnir og umræður
Morgunverðarhlaðborð er innifalið í þátttökugjaldi, 5.000 kr.
Morgunverður er framreiddur frá kl. 8:00.
Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins var skipaður þann 20. desember 2012 í tilraunaskyni til tveggja ára. Í október 2014 var skipunartími hans framlengdur um tvö ár. Verkefni aðgerðahópsins eru meðal annars að vinna að samræmingu rannsókna á kynbundnum launamun, annast kynningu og fræðslu vegna innleiðingar jafnlaunastaðals, upplýsingamiðlun og ráðgjöf um launajafnrétti og gerð áætlunar um uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar. Á morgunverðarfundinum verða kynntar niðurstöður rannsóknaverkefna aðerðahópsins og rætt um framtíðaráskoranir í launajafnréttismálum á íslenskum vinnumarkaði.
Skráning:http://asp.artegis.com/MAI2015