Hoppa yfir valmynd
20. maí 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tekjuskattur einstaklinga - dreifing og áhrif á ríkissjóð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um tekjuskattsgreiðslur einstaklinga og dreifingu eftir tekjutíundum að teknu tilliti til útsvars og vaxta- og barnabóta. Upplýsingarnar eru unnar upp úr álagningarskrá ríkisskattstjóra. Samtals eru 201.693 framtalseiningar (heimili) skráðar á tekjuárinu 2013, ungmenni frá 16 ára aldri þar með talin. Heildartekjur samanstanda m.a. af launatekjum, tekjum af atvinnurekstri, greiðslum frá lífeyrissjóðum og  tekjum greiddum af ríkissjóði svo sem atvinnuleysisbótum, örorku- og ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Aðrir skattar sem einstaklingar kunna að greiða, til að mynda virðisaukaskattur og fjármagnstekjuskattur, eru ekki hluti af þessari umfjöllun.

Nettótekjur ríkisins af fyrstu 70% framteljanda (raðað eftir tekjum) eru neikvæðar í tekjuskattskerfi einstaklinga að teknu tilliti til útsvarsgreiðslna og vaxta- og barnabóta. Í rauninni eru það aðeins tekjuhæstu 30% framteljenda sem standa undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattskerfinu.

Uppsafnaðar nettótekjur ríkissjóðs af tekjuskatti eftir tekjutíundum

Nettótekjur ríkissjóðs af tekjuskatti árið 2013 voru liðlega 95 ma.kr. að teknu tilliti til þátttöku ríkissjóðs í útsvarsgreiðslum til sveitarfélaga, en þær námu 10,4 ma.kr., og barna- og vaxtabóta , sem námu 17,5 ma.kr. 

Meðaltekjur hins opinbera af tekjuskatti eftir tekjutíundum

Heimilin greiða að meðaltali 1,2 m.kr. í tekjuskatta þar af fara að meðaltali 733 þúsund kr. í útsvar.  Meðaltekjur ríkissjóðs eru þannig 471 þúsund kr. á heimili. Efsta tekjubilið er eina tekjubilið sem greiðir að meðaltali hærri fjárhæð í tekjuskatt til ríkissjóðs en útsvar til sveitarfélaga.

 




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta