Hoppa yfir valmynd
2. júní 2015 Utanríkisráðuneytið

Ráðuneytisstjórar átta ríkja funda um þróunarsamvinnu í Reykjavík

Ráðuneytisstjórarnir átta.

Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, stýrði fundi ráðuneytisstjóra hins svokallaða Nordic+ ríkjahóps, sem lauk í Reykjavík í dag. Um er að ræða óformlegt samstarf líkt þenkjandi ríkja í þróunarsamvinnu; Norðurlandanna auk Bretlands, Hollands og Írlands. Dagskráin var þétt, enda er árið 2015 ár stórra alþjóðlegra ákvarðana um framtíðarstefnu í þróunarsamvinnu.  


Meðal annars var rætt um vinnuna að setningu nýrra markmiða um sjálfbæra þróun fyrir árin 2016-2030 sem samþykkt verða á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í september og alþjóðlega ráðstefnu um fjármögnun þróunarsamvinnu sem haldin verður í Addis Ababa í júlí. Einnig var rætt um mikilvægan loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í París í desember frá sjónarhóli þróunarsamvinnu. Loks var rætt um málefni mannúðaraðstoðar, m.a. út frá heimsráðstefnu um þau mál í Istanbúl á næsta ári, sem og ebólufaraldurinn. Allt eru þetta mál sem Ísland lætur sig varða og því ómetanlegt að fá tækifæri til að skiptast óformlega á skoðunum við vinaþjóðir um hvernig ná megi bestum árangri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta