Hoppa yfir valmynd
16. júní 2015 Innviðaráðuneytið, Forsætisráðuneytið

Vinnuhópur um samráðsferla á netinu skilar stöðumati og tillögum

Vinnuhópur um virka og gegnsæja samráðsferla á netinu sem innanríkisráðherra skipaði í október 2014 hefur skilað stöðuskýrslu og tillögum og voru þær kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Um er að ræða samstarfsverkefni innanríkisráðuneytis og forsætisráðuneytis og leggur hópurinn til að stofnaður verði samráðshópur allra ráðuneyta. Stefnt verði að því að auka möguleika almennings til að koma að stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku opinberra aðila. Samræma eigi aðgang að opnu samráði á netinu með því að setja upp miðlæga samráðsgátt fyrir lagafrumvörp, drög að reglugerðum, stefnum og fleiru.

Vinnuhópur um virka og gegnsæja samráðsferla á netinu sem innanríkisráðherra skipaði í október 2014 hefur skilað stöðuskýrslu og tillögum og voru þær kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Um er að ræða samstarfsverkefni innanríkisráðuneytis og forsætisráðuneytis og leggur hópurinn til að stofnaður verði samráðshópur allra ráðuneyta. Stefnt verði að því að auka möguleika almennings til að koma að stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku opinberra aðila. Samræma eigi aðgang að opnu samráði á netinu með því að setja upp miðlæga samráðsgátt fyrir lagafrumvörp, drög að reglugerðum, stefnum og fleiru.

Unnið er að eftirfarandi markmiðum í áðurnefndu samstarfsverkefni innanríkisráðuneytis og forsætisráðuneytis:

  1. Auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að koma að stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku opinberra aðila og koma með ábendingar um það sem betur má fara í löggjöf og/eða stjórnsýsluframkvæmd.
  2. Auka gegnsæi í laga- og reglusetningarferlinu þannig að hagsmunaaðilar geti áttað sig á hvað er í vændum og komið sjónarmiðum sínum að.
  3. Bæta vinnubrögð við undirbúning laga- og reglusetningar og við stefnumótun þannig að stjórnvöld fari í gegnum tiltekin skref sem stuðla að vandaðri vinnubrögðum.

Vinnuhópurinn leggur til að í samráðshópnum eigi sæti skrifstofustjórar lagaskrifstofa ráðuneytanna eða aðrir fulltrúar ráðuneytanna sem hafa lykilhlutverki að gegna varðandi undirbúning lagafrumvarpa. Fulltrúi forsætisráðuneytisins gegni formennsku en fulltrúi innanríkisráðuneytis varaformennsku. Reynslan hefur sýnt að æskilegt er að koma á slíkum föstum samráðsvettvangi til að fjalla um ýmis lagaleg málefni sem varða öll ráðuneyti, þ.m.t. einföldun regluverks.  Eitt fyrsta verkefni slíks samráðshóps verði að vera vinnuhópi forsætis- og innanríkisráðuneyta til ráðgjafar varðandi áframhald sinnar vinnu. Að auki verði haft samráð við nýstofnað stefnuráð, skrifstofu Alþingis, sveitarfélög og hagsmunaaðila, m.a. frá atvinnulífinu.

Staða Íslands

Sameinuðu þjóðirnar hafa um nokkurt skeið fylgst með árangri þjóða í lýðræðislegri virkni á netinu. Ísland hefur mælst neðarlega í samanburði við önnur lönd og var í 65. sæti í könnun árið 2014.  Árangur þjóða byggist á því að almenningur og hagsmunaaðilar geti með auðveldum hætti fylgst með og komið tillögum sínum á framfæri við stjórnvöld varðandi stefnumótun í hinum ýmsu málaflokkum, þar með talið gerð lagafrumvarpa og reglugerða. Slíkt samráð þarf svo að byggja á því að aðgangur að viðkomandi gögnum stjórnvalda sé greiður og hægt sé að nálgast þau á einum stað í miðlægri samráðsgátt. Að auki er lögð áhersla á að teknar séu saman upplýsingar um samráð sem fram hefur farið, hverjir tóku þátt í því, helstu athugasemdir sem þar komu fram og hvort/hvernig tekið var tillit til þeirra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta