Hoppa yfir valmynd
24. júní 2015 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra á varnarmálaráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins

Gunnar Bragi og pólski varnarmálaráðherrann

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sótti í dag varnarmálaráðherrafund Atlandshafsbandalagsins í Brussel. Á fundinum eru aðgerðir til að efla sameiginlega varnar- og viðbragðsgetu bandalagsins efst á baugi, auk framkvæmdar viðbúnaðaráætlunar sem samþykkt var á leiðtogafundinum í Wales síðastliðið haust. 


Ráðherrarnir ræddu um breytingar á öryggisumhverfinu í Evrópu, en megináhersla varnarmálaráðherranna beinist að því að styrkja sameiginlega varnar- og viðbragðsgetu bandalagsins, meðal annars með því að efla viðbragðssveitir, fjölga æfingum og með því að koma upp aðstöðu fyrir hraðsveitir í nokkrum ríkjum bandalagsins í austan- og sunnanverðri Evrópu. 

Lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum sínum af vaxandi óstöðugleika á svæðum suður og austur við Evrópu sem á rætur sínar í ýmiskonar áskorunum og ógnum,  þar með talið ISIL.

Í ræðu sinni lagði Gunnar Bragi áherslu á eflingu viðbúnaðar vegna öryggis á hafi. Hann sagði einnig að Atlantshafsbandalagið hefði eflt og styrkt sameiginlegar varnir ásamt því að stuðla að áframhaldandi samskiptum og samráði til að draga úr spennu. „Það er mikilvægt að bregðast við áhyggjum bandalagsríkja af vaxandi óstöðugleika,“ sagði Gunnar Bragi að loknum fundi. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta