Hoppa yfir valmynd
26. júní 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Uppfært yfirlit vegna undirbúnings fullgildingar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Unnið er að því að tryggja að íslenskt lagaumhverfi sé í samræmi við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks svo hægt verði að fullgilda samninginn hið fyrsta. Innanríkisráðuneytið hefur nú uppfært samanburðartöflu sem liggur til grundvallar undirbúningi fullgildingar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

Verkefnið hefur nú þegar skilað ákveðnum árangri en það byggist á þingsályktun Alþingis. Meðfylgjandi vinnuskjal lýsir nánar einstökum ákvæðum samningsins og mat á þörf fyrir lagabreytingum og öðrum aðgerðum svo unnt sé að fullgilda samninginn.

Eins og þar kemur fram kalla 12 ákvæði samningsins að hluta til eða öllu leyti á frekari lagavinnu sem er ýmist á málefnasviði innanríkisráðuneytis eða velferðarráðuneytis. Alþingi hefur nú til meðferðar tvö frumvörp innanríkisráðherra vegna undirbúnings fullgildingarinnar, frumvarp til laga um breytingar á ákvæðum lögræðislaga og frumvarp til breytinga á ýmsum lögum vegna breyttrar hugtakanotkunar. Undirbúningur vegna annarra ákvæða samningsins er vel á veg kominn og er áætlað að frumvörp vegna þeirra verði lögð fyrir Alþingi á komandi haustþingi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta