Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2015 Utanríkisráðuneytið

Eitt ár liðið frá gildistöku fríverslunarsamnings við Kína

Friverslunarsamningur-Kina-samrad

Eitt ár er í dag frá gildistöku fríverslunarsamnings Íslands og Kína. Af því tilefni hefur sameiginleg nefnd samningsaðila fundað í gær og dag í Reykjavík en þetta er fyrsti fundur nefndarinnar. Farið hefur verið yfir framkvæmd samningsins, helstu hnökra í því sambandi og rætt hvernig megi greiða úr þeim. Samhliða funduðu tollayfirvöld ríkjanna um framkvæmdina.

Fulltrúar ríkjanna voru sammála um að framkvæmdin hafi í öllum grundvallaratriðum gengið vel og að samningurinn feli í sér mikil ónýtt tækifæri.

Rætt var um mikilvægi þess að hraða vinnu við að greiða enn frekar fyrir útflutningi til Kína á sjávarafurðum og landbúnaðarvörum, svo og heilsuvörum, snyrtivörum og fleiru. Fóru fram viðræður milli fulltrúa viðkomandi stofnana frá Kína og Matvælastofnunar um þau atriði á fundinum auk þess sem sérstök kynning á þeim reglum sem gilda um markaðssetningu á heilsuvörum í Kína.

Kína er nú stærsta viðskiptaland Íslands í Asíu og 5. stærsta innflutningslandið. Útflutningur til Kína hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði en landið er nú í 21. sæti yfir útflutningslönd frá Íslandi. Útflutningur frá Íslandi til Kína dróst tímabundið saman árið 2014 m.a. vegna samdráttar í fiskveiðum en fyrstu fjóra mánuði 2015 hefur útflutningurinn aukist, var 2,1 milljarður ÍSK í ár en 1,3 milljarður ÍSK í fyrra. Minni auking hefur verið á innflutningi frá Kína en hann nam 47,8 milljörðum ÍSK árið 2013 en 46,5 milljörðum ÍSK 2014. Meðal þess sem flutt er inn eru vélar, samgöngutæki og fatnaður.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta