Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2015 Utanríkisráðuneytið

Ljósmyndir og ljóð frá Íslandi á sýningu í Smithsonian-safninu

Feo-Pitcairn-nordurljos

Smithsonian-safnið í Washington, stærsta safna- og rannsóknarsamstæða heims, opnaði í gær stóra sýningu á ljósmyndum frá Íslandi eftir Feodor Pitcairn og ljóðum eftir Ara Trausta Guðmundsson undir heitinu Upprunalegt landslag; Ísland afhjúpað. „Með þessari áhrifamiklu sýningu beinir eitt virtasta safn heims sjónum sínum að hinni einstöku náttúru Íslands og tengir hana menningunni með ljóðum Ara Trausta,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sem flutti ávarp við opnunina.

Sýningin tengist áherslu Bandaríkjamanna á norðurslóðir þar sem þeir tóku fyrr á árinu við formennsku í Norðurskautsráðinu. Í ávarpi sínu við opnunina ræddi Gunnar Bragi um sambúð Íslendinga við óblíð náttuöfl í norðri. Hann sagði Íslendinga taka alvarlega þær áskoranir og breytingar sem ættu sér stað á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga og því tækju stjórnvöld markvisst þátt í vinnu á alþjóðavettvangi til að bregðast við þessu.

Á sýningunni er 41 mynd eftir Pitcairn sem teknar voru á árunum 2011-2014 og ljóðlínum eftir Ara Trausta er varpað á veggi safnsins, auk þess sem upptökur með upplestri hans á ljóðunum og hljóðum úr náttúru Íslands eru leiknar. Pitcairn hefur tekið náttúrumyndir víða um heim en hann heillaðist af náttúru Íslands þegar hann sótti landið fyrst heim fyrir fjórum árum.

Sýningin er í Náttúrugripasafni Smithsonian en það er eitt stærsta og fjölsóttasta safn heims. Auk ljósmyndanna eru til sýnis safnmunir sem tengjast Íslandi, m.a. hraunmolar úr eldgosinu í Holuhrauni. 

Sendiráð Íslands í Washington, Íslandsstofa og Iceland Naturally standa að sýningunni með safninu.

Frétt Smithsonian um sýninguna.

Grein Smithsonian um myndirnar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta