Drög að reglugerð um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara til umsagnar
Drög að reglugerð um breytingar á reglugerð um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara nr. 237/2014 eru nú til kynningar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir á netfangið [email protected] til og með 16. júlí næstkomandi.
Um er að ræða reglugerð til innleiðingar á reglugerð (ESB) nr. 379/2014 þar sem settar eru reglur fyrir flug flugvéla, þyrlna, loftbelgja og svifflugvéla sem ekki fer fram á viðskiptagrundvelli. Auk þess gildir reglugerðin um flug loftbelgja og svifflugvéla í atvinnuskyni. Gildissvið reglna um verkflug er víkkað þannig að það nái yfir loftbelgi og svifflugvélar. Enn fremur fjallar reglugerðin um rekstur loftfara í tengslum við listflug og fallhlífarstökk gegn greiðslu. Fram til þessa hefur slíkt verið óheimilt.