Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2015 Utanríkisráðuneytið

Samningalota 13. - 17. apríl 

Ellefta samningalota um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum var haldin í Genf dagana 13.-17. apríl 2015. Af hálfu Íslands tóku Martin Eyjólfsson, Bergþór Magnússon og Þórður Jónsson þátt í samningalotunni. 

Til umfjöllunar voru textadrög um fjármálaþjónustu, upplýsinga- og samskiptatækni, innlendar reglur, gagnsæi, för þjónustuveitenda og sjóflutninga. Einnig var stutt umræða um markaðsaðgang – þar sem lítið hefur gerst síðan fyrstu tilboð voru lögð fram - auk þveglægra mála.

Mun færri viðaukar voru til umræðu í þessari lotu – þ.e.a.s bara þau textadrög sem njóta breiðs stuðnings. Þetta fyrirkomulag heppnaðist vel að flestra mati og verður sama fyrirkomulagi fylgt í framtíðinni. Nokkur árangur náðist í textavinnu á nokkrum viðaukum, sérstaklega viðaukum um fjármálaþjónustu og innlendar reglur, þar sem nokkrar greinar voru samþykktar/sameinaðar. 

Nýja fyrirkomulagið varðandi viðaukana þýðir að aðrar tillögur, þ.m.t. tillaga Íslands og Noregs að viðauka um orkutengda þjónustu, verða unnar áfram utan formlegrar dagskrár. Það er mögulegt að koma þeim aftur á dagskrá ef og þegar þær fá nægan stuðning. Í þessu samhengi má nefna að Ísland og Noregur áttu jákvæða tvíhliða fundi með Ástralíu, ESB, Kanada og BNA um breytingar á tillögu landanna að viðauka um orkutengda þjónustu, sem gerðar voru í því skyni að tryggja breiðari stuðning við tillöguna. Markmiðið er að dreifa uppfærðu skjali á alla TISA þátttekendur fyrir næstu lotu og tryggja breiðari stuðning.        

Ísland og Liechtenstein tilkynntu einnig stuðning við uppfærða tillögu ESB og Noregs að viðauka um opinber innkaup. Óljóst er um framgang málsins og breiðari stuðningur frá ríkjum utan Evrópu er nauðsynlegur til að fá tillagan verði sett á dagskrá á ný.

Næstu skref:

Á sendiherrafundi var ákveðið að halda svokallaðan ´stock-taking fund‘ í næstu lotu, sem fer fram 6.-10. júlí nk. Gert er ráð fyrir high-level fundi föstudaginn 10. júlí og sum ríki tilkynntu að þau ætli að senda high-level official frá höfuðborgum. Ástralía sem gestgjafi mun senda tillögu að dagskrá innan skamms. Fundinum er fyrst og fremst ætlað að veita TISA-viðræðunum skriðþunga, lögð verður meiri áhersla á að fara yfir tilboð samningsaðila um markaðsaðgang og byrjað að ræða um tímaramma til að ljúka viðræðunum.

Staðgengill sendiherra BNA tilkynnti einnig að þeir séu að skoða möguleika á að halda morgunverðarfund fyrir ráðherra TISA-ríkjanna í tengslum við ráðherrafund OECD í París í byrjun júní 2015.

Að lokum var umsókn frá Márítíus rædd á jákvæðum nótum. Gera má ráð fyrir að hægt verði að samþykkja Maritíus fyrir næstu eða þarnæstu TISA lotu. Engin breyting hefur orðið á afstöðu BNA varðandi umsókn Kína.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta