Niðurstöður um úthlutun á EFTA tollkvóta 2015-2016
Mánudaginn 20. júlí 2015 rann út umsóknarfrestur um EFTA tollkvótum á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss, vegna innflutnings á nautakjöti úr vörulið ex0210.xxxx fyrir tímabilið júlí 2015 – júní 2016.
Samtals bárust umsóknir frá tveimur aðilum um tollkvótann. Til útboðs kom á tollkvótum á nautakjöti úr vörulið ex0210.xxxx þar sem umsótt magn var meira en það magn sem í boði var.
Samtals barst eitt gilt tilboð í tollkvótann.
Eitt tilboð barst um innflutning á nautakjöti, samtals 5.000 kg á meðalverðinu 4 kr./kg. Hæsta boð var 5 kr./kg en lægsta boð var 3 kr./kg. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki um innflutning á 5.000 kg á meðalverðinu 4 kr./kg.
Ein umsóknir barst um innflutning ostum, samtals 5.000 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 15.000 kg.
Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækis á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:
Nautakjöt fyrir tímabilið júlí 2015 – júní 2016
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
5.000 | Íslenskar matvörur hf. |
Ostur fyrir tímabilið júlí 2015 – júní 2016
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
5.000 | Íslenskar matvörur ehf. |