Hoppa yfir valmynd
13. ágúst 2015 Utanríkisráðuneytið

Harma ákvörðun rússneskra stjórnvalda

Íslensk stjórnvöld harma þá ákvörðun rússneskra yfirvalda að bæta Íslandi á lista yfir lönd sem sæta innflutningsbanni til Rússlands. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við höfum leitað allra leita til að útskýra afstöðu okkar fyrir rússneskum stjórnvöldum og þá hagsmuni sem undir eru,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.

Ljóst er að bannið felur í sér að íslenskum fyrirtækjum verður ekki lengur unnt að markaðssetja sjávarafurðir í Rússlandi auk þess sem bannið tekur til landbúnaðarvara að frátöldu lambakjöti, ærkjöti, hrossakjöti og niðursoðnu fiskmeti í dósum. 

Ísland mun halda áfram því samtali sem ráðherrar og embættismenn hafa átt við Rússa á síðustu vikum til að draga úr áhrifum þessarar ákvörðunar. 

Ísland, Albanía, Liechtenstein, Svartfjallaland og Úkraína bætast nú í hóp þar sem fyrir eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Bretland, Írland, Frakkland, Spánn, Portúgal, Ítalía, Holland, Belgía, Lúxemborg, Malta, Grikkland, Kýpur, Austurríki, Pólland, Ungverjaland, Eistland, Lettland, Litháen,Tékkland, Slóvakía,Slóvenía, Rúmenía, Búlgaría, Króatía, Bandaríkin, Noregur, Kanada og Ástralía.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta