Hoppa yfir valmynd
3. september 2015 Utanríkisráðuneytið

Flóttamannavandi og öryggismál í forgrunni á ráherrafundi í Kaupmannahöfn

Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna
Family-photo

Flóttamannavandinn, loftslagsmál, samskipti við Rússland og þróun mála í Úkraínu voru meðal þess sem rætt var á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í gær og í dag. 

Í umræðum um ástandið í Úkraínu ítrekaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stuðning Íslands við þvingunaraðgerðir gegn Rússum en útskýrði jafnframt þá erfiðu stöðu sem blasir nú við íslenskum sjávarútvegi eftir að Rússland bætti Íslandi á lista yfir lönd í innflutningsbanni. Gunnar Bragi fjallaði einnig um öryggismál í norðanverðri Evrópu og mikilvægi norrænnar samvinnu í varnarmálum. Að fundi loknum samþykktu ráðherrarnir yfirlýsingu um svæðisbundin öryggismál. 

Leiðtogafundur um loftslagsmál sem haldinn verður í París í desember nk. var ennfremur á dagskrá og voru ráðherrarnir sammála um nauðsyn þess að styðja fjárhagslega við aðgerðir í þróunarríkjum til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. 

Af öðrum málum sem rædd voru má nefna málefni Grikklands, væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu, orkuöryggi í Evrópu, uppgang hryðjuverkasamtakanna ISIS í Miðausturlöndum og Norður Afríku og ástandið á Miðjarðarhafinu.

Að ráðherrafundinum loknum átti utanríkisráðherra tvíhliðafund með Kristian Jensen sem tók við embætti utanríkisráðherra Danmerkur fyrr í sumar. Auk tvíhliða mála ræddu ráðherrarnir meðal annars um þróunarsamvinnu, málefni norðurslóða og flóttamannavandann í Evrópu.     

Yfirlýsingar NB8 (á ensku)
Yfirlýsing um svæðisbundin öryggismál
Yfirlýsing um loftslagsmál

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta