Hoppa yfir valmynd
4. september 2015 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingum á umferðarlögum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingum á umferðarlögum nr. 50/1987 sem varða innleiðingar tveggja ESB-gerða og breytta skilgreiningu á bifhjóli og torfærutæki. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 18. september á netfangið [email protected].

Frumvarpið snýst um EES-innleiðingar vegna tveggja ESB-reglugerða. Annars vegar um gerðarviðurkenningar dráttarvéla, reglugerð (ESB) nr. 167/2013, og hins vegar um gerðarviðurkenningar bifhjóla, reglugerð (ESB) nr. 168/2013.

Báðar gerðirnar gera þær kröfur til aðildarríkjanna að þau sekti framleiðanda, fulltrúa framleiðanda, innflytjanda eða dreifingaraðila ökutækja ef þeir framvísa röngum upplýsingum um gerðarviðurkenningu til gerðarviðurkenningaraðila sem leitt geta til innköllunar ökutækja. Einnig ef fölsuðum prófunarniðurstöðum er framvísað, gögnum sem varða tækniupplýsingar er leynt eða neitað er að afhenda slíkt. Með frumvarpinu er tryggð lagastoð fyrir slíkri sekt. Fyrirséð er að sektarheimildin muni þó aðeins hafa óbein áhrif hér á landi í ljósi þess að hérlendis eru engir framleiðendur dráttarvéla eða bifhjóla. Þá annast innflytjendur ökutækja hér á landi ekki gerðarviðurkenningar ökutækja nema í mjög litlum mæli enn sem komið er.

Að auki er lögð til breyting á skilgreiningu bifhjóls og torfærutækis í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 168/2013. Sú breyting er ívilnandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta