Hoppa yfir valmynd
4. september 2015 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir styrki

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til sjóðsins en næsta úthlutun styrkja fer fram í október. Frímerkja- og póstsögusjóður var stofnaður árið 1986 og gilda um hann reglur nr. 453/2001. Umsóknarfrestur er til 5. október næstkomandi.

Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frímerkjafræða, póstsögu og hvers konar kynningar- og fræðslustarfsemi til örvunar á frímerkjasöfnun, svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Eins getur sjóðurinn styrkt sýningar og minjasöfn, sem tengjast frímerkjum og póstsögu. Styrki má veita félagasamtökum, einstaklingum og stofnunum.

Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk. Umsóknir um styrki skal senda til stjórnar sjóðsins og berist þær til Veru Sveinbjörnsdóttur, innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta