Hoppa yfir valmynd
4. september 2015 Dómsmálaráðuneytið

Mótun réttaröryggisáætlunar rædd á samráðsfundi

Innanríkisráðuneytið og stýrihópur um mótun réttaröryggisáætlunar boðuðu í gær til samráðsfundar með forystumönnum og lykilfólki innan réttarkerfisins og fulltrúum fagfélaga innan þess. Efni fundarins var umfjöllun og umræða um megin markmið og aðgerðir í réttaröryggisáætlun sem nú er í mótun.

Samráðsfundur um mótun réttaröryggisáætlunar fór fram í gær.
Samráðsfundur um mótun réttaröryggisáætlunar fór fram í gær.

Áætlun um réttaröryggi mun annars vegar fjalla um framtíðarskipan réttarvörslukerfisins og hins vegar um stefnumótun, samspil og forgangsröðun verkefna og fjármuna þeirra stofna sem mynda réttarvörslukerfið hér á landi. Með réttaröryggisáætluninni er í fyrsta sinn unnið að heildstæðri áætlun um réttarvörslukerfið og framtíðarskipan þess, fjárveitingar tengdar við aðgerðir og langtímaáætlanir mótaðar fyrir kerfið og stofnanir þess.

Innanríkisráðherra hefur skipað stýrihóp um verkefnið og er formaður hans Sigurður Tómas Magnússon prófessor. Með honum í stýrihópnum eru fjórir skrifstofustjórar innanríkisráðuneytisins, þau Bryndís Helgadóttir, Ingilín Kristmannsdóttir, Pétur U. Fenger og Þórunn J. Hafstein.

Ólöf Nordal flutti ávarp í upphafi fundar.Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpaði fundinn í upphafi og kvaðst hún fagna því að fá til samræðu forystumenn helstu stofnana réttarvörslukerfisisins, fagfélaga, starfsmanna og fulltrúa lögmanna, allra þeirra sem gegna mikilvægu hlutverki í gangverki þessa kerfis. Ráðherra sagði að mótun réttaröryggisáætlunar væri hluti af víðtækri stefnumótun ráðuneytisins í öllum málaflokkum sem undir það heyra. Sagði hún réttaröryggisáætlun eiga að ná til stofnana sem mynda réttarvörslukerfið sem væru á fjórum sviðum, þ.e. lögreglu, ákæruvalds, dómstóla og fullnustu refsinga. Með stefnumótun væri ætlunin að móta framtíðarsýn réttarvörslukerfisins og einstakra þátta og setja fram mælanleg markmið. Ráðherra sagði slíka stefnumótun samræmast vel þeirri ætlan ríkisstjórnarinnar að innleiða meiri langtímahugsun í fjármálum ríkisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta