Hoppa yfir valmynd
7. september 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Rúmar 100 milljónir veittar í tækjakaup á heilbrigðisstofnunum

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur úthlutað heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni rúmum 100 milljónum króna til tækjakaupa.

Við fjárlagagerð ársins 2015 var ákveðið að auka tímabundið fjárveitingu til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Aukningin nam 100 milljónum króna. Fénu hefur nú verið úthlutað að höfðu samráði við forstöðumenn viðkomandi stofnana sem gerðu ráðuneytinu grein fyrir þeim búnaði sem þeir teldu brýnast að kaupa, auk þess sem tillit var tekið til rekstrarumfangs viðkomandi stofnana.

Framlögin skiptast milli stofnananna á eftirfarandi hátt:

Heilbrigðisstofnun Vesturlands   18,0 m.kr.         
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða    10,0 m.kr.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands  20,0 m.kr.
Heilbrigðisstofnun Austurlands  15,0 m.kr.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands  20,0 m.kr.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja  18,0 m.kr.

Ráðherra segir þetta aukna framlag vegna tækjakaupa til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni ríma vel við þær áherslur sem lagðar voru þegar gerð var fjögurra ára áætlun 2014–2017 um aukin framlög til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri: „Ár frá ári er verið að auka framlög til mikilvægra verkefna á sviði heilbrigðismála og efla og styrkja þjónustu heilbrigðiskerfisins um allt land,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta